Það verða Juventus og Napoli sem mætast í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í ár en Napoli tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld.
Napoli vann þá upp 2-1 forskot Siena frá fyrri leik liðanna í undanúrslitum.
Napoli vann leik liðanna í kvöld, 2-0, með marki frá Edinson Cavani og svo sjálfsmarki Simone Vergassola.
