Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.
Eigendur Dallas og Odom sjálfur ákváðu í sameiningu að hann myndi stíga í burtu frá liðinu. Liðið mun þó ekki losa sig við hann strax heldur reyna að selja eða skipta honum til annars liðs í lok tímabils.
Odom kom frá Los Angeles Lakers fyrir tímabilið en þar vann hann tvo meistaratitla ásamt því að vera valinn besti sjötti maður deildarinnar í fyrra.
Hann hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum með Dallas í vetur en miklu var búist við af honum á leiktíðinni. Koma hans hefur einnig verið gríðarlegt bakslag fyrir Dallas enda var hann var fenginn til liðsins sem lykilmaður.
Dallas hafa verið í töluverðu basli í deildarkeppninni í vetur en liðið situr í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar en efstu átta liðin komast í úrslitakeppni. Það verður því að teljast ólíklegt að Dallas takist að verja titilinn frá því í fyrra.
Lamar Odom hættur hjá Dallas

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

