Carmelo Anthony var í miklu stuði í kvöld þegar New York Knicks vann dramatískan eins stigs sigur á Chicago Bulls, 100-99, eftir framlengdan leik í Madison Square Garden. Anthony skoraði sigurkörfuna 8.2 sekúndum fyrir leikslok en hafði áður tryggt New York framlengingu.
Carmelo Anthony skoraði alls 43 stig í leiknum en þetta var í fyrsta sinn sem hann brýtur 40 stiga múrinn í búningi New York. New York náði mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik en Anthony tryggði liðinu framlengingu með því að skora fimm síðustu stigin í venjulegum leiktíma. Anthony skoraði síðan aftur fimm síðustu stigin í framlenginunni.
Derrick Rose snéri til baka í lið Chicago eftir að hafa misst úr 12 leiki vegna nárameiðsla en hann klikkaði á 18 af 26 skotum sínum þar á meðal var lokaskot í leiksins. Rose endaði með 29 stig en tapaði 8 boltum.
