Juventus skellti sér á toppinn í ítölsku seríu A-deildinni í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Palermo 2-0 en leikurinn fór fram á Renzo Barbera, heimavelli Palermo.
Fyrr í dag tapaði AC Milan fyrir Fiorentina 2-1 og því var Juventus í algjöru dauðafæri að komast á toppinn.
Leonardo Bonucci kom Juventus yfir í upphafi síðari hálfleiks. Fabio Quagliarella skoraði síðan annað mark Juve tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Juventus hefur því eftir leiki helgarinnar 65 stig en AC Milan 64. Það verður greinilega barist til síðasta blóðdropa alveg fram til loka í ítalska boltanum.
Juventus skellti sér á toppinn á Ítalíu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn



