Átta leikjum er lokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en Fiorentina gerði sér lítið fyrir og vann toppliðið í AC Milan 2-1 á útivelli.
Zlatan Ibrahimovic kom Milan yfir eftir hálftíma leik úr vítaspyrnu. Stevan Jovetic jafnaði metin fyrir Fiorentina í upphafi síðari hálfleiksins. Það var síðan Amauri sem skoraði sigurmark gestanna þegar aðeins ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
AC Milan er enn í efsta sæti deildarinnar með 64 stig en núna munar aðeins tveimur stigum á þeim og Juventus sem á leik til góða síðar í kvöld.
Lecce vann frábæran sigur á Roma 4-2 á heimavelli. Lecce gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins en Roma náði að bjarga andlitinu með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.
Cagliari og Inter gerði 2-2 jafntefli á heimavelli Cagliari.
Davide Astori kom Lecce yfir í upphafi leiksins en Diego Milito jafnaði síðan metin aðeins einni mínútu síðar. Mauricio Pinilla kom heimamönnum síðan aftur yfir þegar hálftími var eftir af leiknum . Esteban Cambiasso, leikmaður Inter, jafnaði síðan leikinn nokkrum mínútum síðar og því fór sem fór.
Úrslit dagsins:
AC Milan - Fiorentina - 1 - 2
Atalanta - Siena - 1 - 2
Cagliari - Inter Milan - 2 - 2
Cesena - Bologna 0 - 0
Chievo - Catania - 3 - 2
Lecce - AS Roma - 4 - 2
Novara - Genoa - 1 - 1
Udinese - Parma 3 - 1
