NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2012 10:27 Rudy Gay fór fyrir sínum mönnum í nótt. Mynd / AP Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig. Sigurinn skrifast samt sem áður á frábæra liðsheild en sjö leikmenn liðsins gerðu meira en tíu stig. Stjörnurnar þrjár í liði Miami áttu í raun ágætan leik. Lebron James var stigahæstur með 21 stig, Dwyane Wade gerði 20 stig og Chris Bosh var með 20 stig en liðið fékk gott sem ekkert framlag frá öðrum leikmönnum. Memphis vann að lokum öruggan sigur 97-82 en þetta var aðeins þriðji heimaleikurinn sem Miami Heat tapar á tímabilinu. Portland Trail Blazers fór í heimsókn til Dallas þar sem þeir mættu meisturunum í Dallas Mavericks. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan jöfn og framlengja þurfti leikinn. Það var LaMarcus Aldridge, leikmaður Portland, sem var hetja liðsins í nótt en hann tryggði gestunum sigur með flautukörfu þegar leiktíminn rann út. Gestirnir unnu því frábæran sigur 99-97. Oklahoma City Thunders hefur verið nánast óstöðvandi í vetur og eru til alls líklegir í NBA-deildinni í vetur. Í nótt fór liðið í heimsókn til Indiana Pacers. Heimamenn voru frábærir í nótt og unnu magnaðan sigur 103-98 á einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Pacers náðu mest 22 stiga forystu í leiknum en gestirnir í OKC neituðu að gefast upp og komu til baka undir lokin, það dugði einfaldlega ekki til.Önnur úrslit: Cleveland Cavaliers 84 - 80 Toranto Raptors Washington Wizards 98 - 110 New Jersey Nets Detroit Pistons 96 - 101 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 90 - 95 Milwaukee Bucks New orleans Hornets 103 - 128 San Antonio Spurs Phoenix Suns 99 - 105 Denver Nuggets Golden State Warriors 98 - 104 Utah Jazz Houston Rockets 112 - 107 LA Lakers NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig. Sigurinn skrifast samt sem áður á frábæra liðsheild en sjö leikmenn liðsins gerðu meira en tíu stig. Stjörnurnar þrjár í liði Miami áttu í raun ágætan leik. Lebron James var stigahæstur með 21 stig, Dwyane Wade gerði 20 stig og Chris Bosh var með 20 stig en liðið fékk gott sem ekkert framlag frá öðrum leikmönnum. Memphis vann að lokum öruggan sigur 97-82 en þetta var aðeins þriðji heimaleikurinn sem Miami Heat tapar á tímabilinu. Portland Trail Blazers fór í heimsókn til Dallas þar sem þeir mættu meisturunum í Dallas Mavericks. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar venjulegum leiktíma var lokið var staðan jöfn og framlengja þurfti leikinn. Það var LaMarcus Aldridge, leikmaður Portland, sem var hetja liðsins í nótt en hann tryggði gestunum sigur með flautukörfu þegar leiktíminn rann út. Gestirnir unnu því frábæran sigur 99-97. Oklahoma City Thunders hefur verið nánast óstöðvandi í vetur og eru til alls líklegir í NBA-deildinni í vetur. Í nótt fór liðið í heimsókn til Indiana Pacers. Heimamenn voru frábærir í nótt og unnu magnaðan sigur 103-98 á einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Pacers náðu mest 22 stiga forystu í leiknum en gestirnir í OKC neituðu að gefast upp og komu til baka undir lokin, það dugði einfaldlega ekki til.Önnur úrslit: Cleveland Cavaliers 84 - 80 Toranto Raptors Washington Wizards 98 - 110 New Jersey Nets Detroit Pistons 96 - 101 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 90 - 95 Milwaukee Bucks New orleans Hornets 103 - 128 San Antonio Spurs Phoenix Suns 99 - 105 Denver Nuggets Golden State Warriors 98 - 104 Utah Jazz Houston Rockets 112 - 107 LA Lakers
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum