Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30.
Aron hefur átt mikinn þátt í að íslenska liðið hefur unnið síðustu fimm leiki sína í Laugardalshöllinni með því að skora 32 mörk úr aðeins 48 skotum í þessum leikjum. Aron hefur nýtt skotin sín 67 prósent en þau hafa öll komið utan af velli og flest með þrumuskotum.
Aron hefur alls skorað 89 mörk í 24 landsleikjum frá ársbyrjun 2011 til dagsins í dag sem gera 3,7 mörk að meðaltali. Hann er því að skora tvöfalt meira í leik í Höllinni en í öðrum leikjum því hann er búinn að skora 57 mörk í 19 leikjum utan Hallarinnar á þessum tíma eða 3,0 mörk að meðaltali í leik.
Síðustu fimm leikir Arons í Laugardalshöllinni:
13. janúar 2012 43-25 sigur á Finnlandi - 5 mörk úr 7 skotum
12. júní 2011 44-29 sigur á Austurríki - 8 mörk úr 9 skotum
9. mars 2011 36-31 sigur á Þýskalandi - 8 mörk úr 11 skotum
8. janúar 2011 31-27 sigur á Þýskalandi - 6 mörk úr 12 skotum
7. janúar 2011 27-23 sigur á Þýskalandi - 5 mörk úr 9 skotum
Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

