NY Knicks vann í nótt en stuðningsmenn liðsins voru samt ekki í neinu páskastuði enda kom í ljós í gær að Jeremy Lin þarf að gangast undir hnéaðgerð og spilar því væntanlega ekki meira í vetur. Ömurlegur endir á Öskubuskutímabili hans.
Gömlu brýnin í San Antonio Spurs eru sem fyrr á mikilli siglingu og liðið vann í nótt sinn sjöunda leik í röð.
Úrslit:
NY Knicks-Cleveland 91-75
Philadelphia-Atlanta 95-90
Detroit-Charlotte 110-107
Milwaukee-Memphis 95-99
San Antonio-Indiana 112-103
Sacramento-NJ Nets 99-111
LA Clippers-Utah 105-96

