Apple og Greenpeace í hár saman 17. apríl 2012 22:00 Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. mynd/AP Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tæknirisinn Apple fær falleinkunn í nýlegri skýrslu Greenpeace um orkunotkun stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem náttúruverndarsamtökin saka Apple um að nota umhverfisspillandi aðferðir við rekstur netþjónabúa sinna. Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins. „Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu." „Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.Netþjónabú Apple í Norður-Karólínu er eitt það stærsta í heimi.Apple hefur svarað ásökunum Greenpeace fullum hálsi. Fyrirtækið segir að rannsóknarmenn Greenpeace vanmeti vistvæna eiginleika netþjónabúsins í Norður-Karólínu. Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni. Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira