Í skýrslunni kemur fram að Apple noti enn kolefniseldsneyti í miklu mæli. Þá hafi notkun fyrirtækisins á þessari óvistvænu orku aukist mikið á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera ný netþjónabú Apple í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum sem meðal annars sjá um rekstur iCloud og Siri þjónustuforritsins.
„Stór tæknifyrirtæki eins og Facebook og Google hafa nú tekið forystu í þessum efnum," sagði Dave Pomerantz, talsmaður Greenpeace. „Á sama tíma dregur Apple úr áherslum sínum á vistæna orkunýtingu."
„Það er einfaldlega skammarlegt að fyrirtæki sem stærir sig af því að hugsa út fyrir kassann sé nú að misstíga sig í þessum málum," sagði Pomerantz.

Talsmenn Greenpeace gefa þó lítið fyrir staðhæfingar Apple. Í svari náttúruverndarsamtakanna kemur fram að netþjónabúið notið allt að 100 megavött af orku og að aðeins 10% komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Apple segir að netþjónabúið noti í raun 20 megavött af orku og að umhverfisvænir orkugjafar sjái því fyrir 60% af heildar orkunýtingu þessu. Náttúruverndarsamtökin segja að staðhæfingar Apple séu uppspuni.
Greenpeace hefur áður gagnrýnt tæknirisann fyrir að að nota heilsuspillandi efni í vörum sínum - þar á meðal eldtefjandi efni.