Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira