Seðlabanki Bandaríkjanna mun hagnast á björgunarlánum 15. apríl 2012 16:00 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti um það í dag, að útlit væri fyrir að bankinn myndi hagnast á fjárveitingum sem fóru til banka á Wall Street haustið 2008, þegar fjármálakerfið riðaði til falls. Þá munu öll lán, og jafnvel um tveir milljarðar dollara að auki, sem fóru til bílaframleiðenda og tryggingarfélaga skila sér til baka. Bankinn segir þó að þessar lánveitingar hafi aðeins verið smánarhluti í samanburði við heildartapið í bandarísku hagkerfi vegna hruns á fjármálamörkuðum, sem hafi numið um 19.200 milljörðum dollara. Lánin til bankanna og bílaframleiðenda hafi hins vegar borgað sig, þar sem þau komu í veg fyrir að kreppan dýpkaði enn frekar, sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri þegar mat bankans var kynnt. Talið er að lán til bílaframleiðenda hafi komið í veg fyrir að 230 þúsund störf töpuðust. Lánveitingar til General Motors og Chrysler námu 22 milljörðum dollara, en allt bendir til þess að þeir fjármunir skili sér til baka með vöxtum. Bernanke sagði stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum enn vera viðkvæma, og að þó þessar lánveitingar muni ekki verða byrði á skattgreiðendum, þá sé það aðeins smáatriði við hlið þess að snúa efnahagslífinu aftur á réttan kjöl og lækka atvinnuleysi, en það er í dag ríflega níu prósent í Bandaríkjunum. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski seðlabankinn tilkynnti um það í dag, að útlit væri fyrir að bankinn myndi hagnast á fjárveitingum sem fóru til banka á Wall Street haustið 2008, þegar fjármálakerfið riðaði til falls. Þá munu öll lán, og jafnvel um tveir milljarðar dollara að auki, sem fóru til bílaframleiðenda og tryggingarfélaga skila sér til baka. Bankinn segir þó að þessar lánveitingar hafi aðeins verið smánarhluti í samanburði við heildartapið í bandarísku hagkerfi vegna hruns á fjármálamörkuðum, sem hafi numið um 19.200 milljörðum dollara. Lánin til bankanna og bílaframleiðenda hafi hins vegar borgað sig, þar sem þau komu í veg fyrir að kreppan dýpkaði enn frekar, sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri þegar mat bankans var kynnt. Talið er að lán til bílaframleiðenda hafi komið í veg fyrir að 230 þúsund störf töpuðust. Lánveitingar til General Motors og Chrysler námu 22 milljörðum dollara, en allt bendir til þess að þeir fjármunir skili sér til baka með vöxtum. Bernanke sagði stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum enn vera viðkvæma, og að þó þessar lánveitingar muni ekki verða byrði á skattgreiðendum, þá sé það aðeins smáatriði við hlið þess að snúa efnahagslífinu aftur á réttan kjöl og lækka atvinnuleysi, en það er í dag ríflega níu prósent í Bandaríkjunum.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur