San Antonio Spurs vann öruggan 106-91 sigur á Utah Jazz í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-körfuboltans í kvöld.
San Antonio, sem ásamt Chicago Bulls náði bestum árangri allra liða í deildinni, ætlaði greinilega ekki að láta vonbrigði síðasta árs í úrslitakeppninni endurtaka sig. Líkt og í ár fór liðið inn í úrslitakeppnina sem efsta lið vesturdeildar en féll óvænt úr keppni gegn Memphis Grizzlies í fyrstu umferð.
Tony Parker var stigahæstur heimamanna frá San Antonio með 28 stig og átti auk þess flestar stoðsendingar allra á vellinum eða átta. Tim Duncan skoraði 17 stig og tók 11 fráköst.
Gordon Hayward skoraði 17 stig fyrir Utah sem tekur á móti San Antonio í öðrum leik liðanna í Salt Lake City á miðvikudag.
Sannfærandi hjá San Antonio gegn Utah
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn
