Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá 25. apríl 2012 13:45 KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni." Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni."
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira