Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn 24. apríl 2012 06:00 Stjórarnir Pep Guardiola og Roberto Di Matteo. Nordic Photos / Getty Images Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira