Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 16:44 Steingrímur Sigfússon segir að málið hafi átt erindi fyrir Landsdóm. Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira