Gömlu mennirnir hjá San Antonio gefa ekkert eftir og pökkuðu liði LA Lakers saman í annað sinn á fimm dögum í nótt. Það hafði ekkert að segja fyrir Lakers að fá Kobe Bryant aftur.
Kobe var búinn að missa af sjö leikjum í röð og vann liðið fimm af þeim leikjum. Kobe skoraði 18 stig í nótt og Lakers ekki að spila vel.
Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker voru samtals með 61 stig fyrir Spurs sem er efst í Vesturdeildinni.
Oklahoma eltir Spurs og er aðeins 1,5 leik á eftir öldungunum.
Úrslit:
Charlotte-Memphis 80-85
Atlanta-Boston 97-92
Cleveland-NY Knicks 98-90
Dallas-Golden State 104-94
San Antonio-LA Lakers 121-97
Sacramento-Oklahma 92-103
Kobe snéri aftur en Spurs valtaði yfir Lakers

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti

Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti



Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn