Það hefur ekkert gengið hjá Diego Forlan í herbúðum Inter og búið er að orða hann við lið í Suður-Ameríku. Hann ætlar þó að vera áfram í herbúðum félagsins næsta vetur.
"Það er enginn möguleiki á því að hann fari til Suður-Ameríku. Vissulega vill hann spila í Brasilíu einn daginn en sá tími er ekki kominn. Hann vill vinna eitthvað með Inter fyrst," sagði umboðsmaður Forlan.
Forlan er aðeins búinn að skora tvö mörk fyrir Inter í vetur en mikils var vænst af honum fyrir tímabilið.
Hann hefur þó verið talsvert meiddur og þess utan engan veginn fundið sig í búningi félagsins rétt eins og hann lenti í vandræðum með að finna sig í búningi Man. Utd á sínum tíma.
Forlan ætlar að vera áfram hjá Inter

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti