Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýtt hótel, Icelandair Hótel Reykjavík Marína, var formlega opnað við gamla Slippinn í Reykjavíkurhöfn.
Gestir voru leiddir um herbergi hótelsins þar sem mikil lofthæð, grófir, upprunalegir veggir og viðarklæðning gamla Slipphússins eru látin halda sér.
Hótelið státar af alls 108 herbergjum, en þar af eru 26 sérstök útsýnisherbergi sem öll hafa eigin svalir, á nýrri hæð sem byggð var ofan á húsið.
