NBA í nótt: Ótrúleg endurkoma Clippers | Rondo ýtti við dómara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2012 09:00 Caron Butler í leiknum í nótt en hann fór síðar meiddur af velli. Mynd/AP Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0) NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0)
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira