NBA í nótt: Ótrúleg endurkoma Clippers | Rondo ýtti við dómara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2012 09:00 Caron Butler í leiknum í nótt en hann fór síðar meiddur af velli. Mynd/AP Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0) NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Memphis var með forystu fyrstu 47 mínúturnar í leiknum og var hún mest 27 stig í leiknum. Með því að vinna upp forskotið og klára leikinn jafnaði Clippers met í sögu úrslitakeppninnar. Rudy Gay hefði getað tryggt Memphis sigurinn en hann brenndi af skoti á lokasekúndu leiksins. Clippers varð þó fyrir áfalli í leiknum því Caron Butler braut bein í vinstri hendi í leiknum. Nick Young átti þó góða innkomu af bekknum og skoraði nítján stig, þar af þrjá þrista þegar Clippers komst á 26-1 sprett. Chris Paul hefur átt við meiðsli að stríða en spilaði þó í 38 mínútur í nótt og skoraði fjórtán stig. Blake Griffin var með sautján stig og Butler tólf áður en hann fór meiddur af velli.LA Lakers er komið 1-0 yfir í rimmu sinni gegn Denver Nuggets eftir sigur í leik liðanna í nótt, 103-88. Kobe Bryant var með 31 stig en Andrew Bynum náði fyrstu þrefaldri tvennu Lakers í úrslitakeppni í 21 ár. Bynum var með tíu stig, þrettán fráköst og varði tíu skot - alls ellefu prósent af öllum skotum Denver í leiknum.Atlanta hafði betur gegn Boston, 83-74, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Josh Smith var með 22 stig og átján fráköst. Hæst bar þó í leiknum að Rajon Rondo var rekinn af velli fyrir að stjaka við dómara. Líklegt er að hann verði í banni í næsta leik. Þegar þarna var komið voru um 40 sekúndur eftir af leiknum og munurinn fjögur stig á liðunum. Atlanta hafði verið með undirtökin í leiknum og náði að klára leikinn. Besta lið Vesturdeildarinnar, San Antonio, vann svo Utah Jazz í fyrsta leik liðanna í nótt, 106-91. Tony Parker skoraði 28 stig en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem San Antonio vinnur opnunarleik sinn í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: San Antonio - Utah 106-91 (1-0) LA Lakers - Denver 103-88 (1-0) Atlanta - Boston 83-74 (1-0) Memphis - LA Clippers 98-99 (0-1)Leikir kvöldsins: 23:00 Miami - New York (1-0) 23:30 Indiana - Orlando (0-1) - Í beinni á NBA TV 01:30 Oklahoma City - Dallas (1-0)
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum