David Beckham er ríkasti íþróttamaðurinn á Bretlandi samkvæmt nýjum lista sem Sunday Times hefur tekið saman. Hinn 37 ára gamli knattspyrnumaður, sem leikur með LA Galaxy, á eignir að andvirði 160 milljónir sterlingspunda, eða tæpa 33 milljarða króna.
Beckham nær þó rétt tíunda sætinu á lista yfir alla ríkustu íþróttamenn í heiminum. Þar er Tiger Woods golfsnillingur í fyrsta sæti. Hann á 538 milljónir sterlingspunda, eða 110 milljarða króna.
Maria Sharapova, tenniskona, var tekjuhæsta konan á listanum. Á lista yfir 100 ríkustu íþróttamennina á Bretlandi voru 48 knattspyrnumenn.

