Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, heldur með Bayern München á móti Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Allianz Arena í München 19. maí næstkomandi.
Real Madrid datt úr fyrir Bayern í Meistaradeildinni en með þýska liðinu spila margir liðsfélagar Mesut Özil úr þýska landsliðinu sem er á leiðinni á EM í sumar.
„Ég held með Bayern í úrslitaleiknum. Sigurinn í deildinni hefur hjálpað okkur að gleyma tapinu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. En það er ljóst að pirringurinn eykst á ný nú þegar styttist í úrslitaleikinn," sagði Mesut Özil við Bild.
„Við verðum bara í staðinn að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili," sagði Özil en Real Madrid hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2002.
Mesut Özil er búinn að eiga flott tímabil með Real Madrid en hann hefur meðal annars gefið 25 stoðsendingar á félaga sína í 44 leikjum í spænsku deildinni og Meistaradeildinni.
Özil: Ég vona að Bayern vinni Chelsea í úrslitaleiknum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
