Greg Popovich, hinn margreyndi þjálfari San Antonio Spurs, hefur verið valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfubolta.
San Antonio náði fyrsta sæti Vesturdeildarinnar en alls vann liðið 50 leiki á tímabilinu. Margir höfðu afskrifað liðið vegna aldurs lykilmanna en annað hefur komið á daginn.
Popovic vann þessi sömu verðlaun árið 2003 en San Antonio varð síðast meistari árið 2007 og alls fjórum sinnum - alla undir stjórn Popovich sem tók við liðinu árið 1996.
Hann gerði þó lítið úr afrekinu í viðtali við fjölmiðla ytra. „Þegar maður fær tækifæri til að fá fyrst David Robinson úr nýliðavalinu og svo Tim Duncan eru góðar líkur á því að maður nái árangri - ekki nema maður klúðri sínum málum algerlega," sagði hann.
„Það er því erfitt að eigna sér hrósið algerlega þegar maður hefur fengið slíkan efnivið í hendurnar."
Popovich er þjálfari ársins í NBA-deildinni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti





Bayern varð sófameistari
Fótbolti