Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.
„Ég held að Barcelona hefði átt mun meiri möguleika á útivelli gegn Bayern en nokkuð annað lið. Það er virkilega mikið forskot fyrir Bayern að spila úrslitaleikinn á heimavelli,"
„Það verður mikið um tilfinningar á vellinum og er því gríðarlega mikilvægt fyrir Bayern að vera á heimavelli. Heimavöllurinn gerir þá því mun sigurstranglegri í þessum leik að mínu mati," sagði Ballack að lokum.
Ballack: Bayern líklegra en Chelsea
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
