Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 17:45 Petr Cech og Didier Drogba. Mynd/Nordic Photos/Getty Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern. „Ég hef allar þær upplýsingar sem ég þarf fyrir vítakeppnina en ég tel samt að úrslitin muni ráðast eftir 90 mínútur," sagði Petr Cech. „Ég hef horft á upptökur af leikjum Bayern og hef séð það sem ég þarf. Á endanum er þetta spurning um stað og stund og hvort að vítaskyttan er nógu andlega sterk til að halda ró og einbeitingu," sagði Cech. „Ef vítaskyttan heldur haus þá á markvörðurinn lítinn möguleika. Í vítakeppni verða markmenn að plata vítaskytturnar í að gera mistök," sagði Cech. „Ég var með nóg af upplýsingum um vítaskyttur Manchester United árið 2006 en við fengum þá 120 mínútur og vítakeppni til þess að vinna Meistaradeildarbikarinn. Við getum ekki breytt þeim úrslitum núna og það er ekki minn stíll að gráta eftir tapleiki. Við getum hinsvegar breytt nútíðinni og framtíðinni og nú fáum við annað tækifæri," sagði Cech. Cech fagnar þrítugsafmælinu sínu á sunnudaginn og það væri því alvöru afmælisgjöf fyrir hann að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum. „Ef ég fæ bikarinn þá þarf ég ekki köku," sagði Cech í léttum tón. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern. „Ég hef allar þær upplýsingar sem ég þarf fyrir vítakeppnina en ég tel samt að úrslitin muni ráðast eftir 90 mínútur," sagði Petr Cech. „Ég hef horft á upptökur af leikjum Bayern og hef séð það sem ég þarf. Á endanum er þetta spurning um stað og stund og hvort að vítaskyttan er nógu andlega sterk til að halda ró og einbeitingu," sagði Cech. „Ef vítaskyttan heldur haus þá á markvörðurinn lítinn möguleika. Í vítakeppni verða markmenn að plata vítaskytturnar í að gera mistök," sagði Cech. „Ég var með nóg af upplýsingum um vítaskyttur Manchester United árið 2006 en við fengum þá 120 mínútur og vítakeppni til þess að vinna Meistaradeildarbikarinn. Við getum ekki breytt þeim úrslitum núna og það er ekki minn stíll að gráta eftir tapleiki. Við getum hinsvegar breytt nútíðinni og framtíðinni og nú fáum við annað tækifæri," sagði Cech. Cech fagnar þrítugsafmælinu sínu á sunnudaginn og það væri því alvöru afmælisgjöf fyrir hann að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum. „Ef ég fæ bikarinn þá þarf ég ekki köku," sagði Cech í léttum tón.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira