NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2012 11:00 Kobe Bryant og Derek Fisher. Mynd/Nordic Photos/Getty Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1. Kobe Bryant skoraði 8 af 10 síðustu stigum Los Angeles Lakers í 99-96 sigri á Oklahoma City Thunder. Bryant hitti aðeins úr 9 af 25 skotum utan af velli en endaði með 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann hitti úr öllum 18 vítum sínum í leiknum. Andrew Bynum var með 15 stig og 11 fráköst og Pau Gasol bætti við 12 stigum. 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Thunder en klikkaði á lokaskoti leiksins sem var reyndar af löngu færi. Russell Westbrook og James Harden skoruðu báðir 21 stig fyrir Oklahoma City. „Við gerðum vel í að stjórna hraða leiksins og láta finna fyrir okkur," sagði Kobe Bryant en hann skoraði 14 stig í fjórða leikhlutanum. „Þetta er ekki þreytandi heldur bara krefjandi og skemmtilegt," sagði Bryant þegar hann var spurður út í álagi en næsti leikur er strax í kvöld. Þetta leit ekki alltof vel út þegar Thunder komst í 92-87 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir. Lakers-liðið endaði leikinn hinsvegar á 12-4 spretti og settu meðal annars niður sex víti á síðustu 33 sekúndum leiksins. Boston Celtics komst í 14-0 og var með 18 stiga forskot í byrjun þriðja leikhluta en það dugði samt ekki til sigurs á móti Philadelphia 76 ers. Sixers-liðið vann síðustu 23 mínúturnar 61-34 og tryggði sér 92-83 sigur en staðan er því 2-2 í einvíginu. Boston skoraði ekki síðustu 98 sekúndurnar og á meðan skoraði Philadelphia níu síðustu stig leiksins. Andre Iguodala og Evan Turner voru báðír með 16 stig hjá Philadelphia 76ers og Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston en Kevin Garnett var aðeins með 9 stig og tapaði auk þess 7 boltum. Rajon Rondo var síðan með 15 stig og 15 stoðsendingar. NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1. Kobe Bryant skoraði 8 af 10 síðustu stigum Los Angeles Lakers í 99-96 sigri á Oklahoma City Thunder. Bryant hitti aðeins úr 9 af 25 skotum utan af velli en endaði með 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Hann hitti úr öllum 18 vítum sínum í leiknum. Andrew Bynum var með 15 stig og 11 fráköst og Pau Gasol bætti við 12 stigum. 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Kevin Durant skoraði 31 stig fyrir Thunder en klikkaði á lokaskoti leiksins sem var reyndar af löngu færi. Russell Westbrook og James Harden skoruðu báðir 21 stig fyrir Oklahoma City. „Við gerðum vel í að stjórna hraða leiksins og láta finna fyrir okkur," sagði Kobe Bryant en hann skoraði 14 stig í fjórða leikhlutanum. „Þetta er ekki þreytandi heldur bara krefjandi og skemmtilegt," sagði Bryant þegar hann var spurður út í álagi en næsti leikur er strax í kvöld. Þetta leit ekki alltof vel út þegar Thunder komst í 92-87 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir. Lakers-liðið endaði leikinn hinsvegar á 12-4 spretti og settu meðal annars niður sex víti á síðustu 33 sekúndum leiksins. Boston Celtics komst í 14-0 og var með 18 stiga forskot í byrjun þriðja leikhluta en það dugði samt ekki til sigurs á móti Philadelphia 76 ers. Sixers-liðið vann síðustu 23 mínúturnar 61-34 og tryggði sér 92-83 sigur en staðan er því 2-2 í einvíginu. Boston skoraði ekki síðustu 98 sekúndurnar og á meðan skoraði Philadelphia níu síðustu stig leiksins. Andre Iguodala og Evan Turner voru báðír með 16 stig hjá Philadelphia 76ers og Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston en Kevin Garnett var aðeins með 9 stig og tapaði auk þess 7 boltum. Rajon Rondo var síðan með 15 stig og 15 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira