Galaxy S III: 9 milljón eintök seld í forpöntunum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. maí 2012 11:40 Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni.mynd/APEn þessi mikla eftirspurn eftir Galaxy S III er ekki aðeins jákvæð fyrir Samsung — hún styrkir einnig stöðu Android-stýrikerfisins á snjallsímamarkaðinum. Rúmur helmingur allra snjallsíma notast við Android en það er framleitt af tæknirisanum Google. Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samsung Galaxy S III, nýjasti snjallsími Samsung, virðist ætla að slá öll met en um 9 milljón eintök af honum hafa selst í forpöntunum. Galaxy snjallsímarnir eru vinsælustu vörur Samsung en fyrirtækið er nú þegar stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar. Samsung svipti hulunni af snjallsímanum í Lundúnum fyrr í þessum mánuði. Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni en þessi nýstárlega tækni bíður upp á mun meiri vinnsluhraða en áður var hægt. Þá stuðlar örgjörvinn einnig að margfalt betri orkunýtingu. Snertiskjár símans er 4.8 tommur og er hann því nokkuð stærri en á forverum sínum, ásamt því að vera einn stærsti snertiskjár í gjörvallri flóru snjallsíma. Upplausn skjásins er 720 x 1280 og mun hann styðja háskerpu afspilun.Galaxy S III er knúinn af Exynos 4 Quad örgjörvasamstæðunni.mynd/APEn þessi mikla eftirspurn eftir Galaxy S III er ekki aðeins jákvæð fyrir Samsung — hún styrkir einnig stöðu Android-stýrikerfisins á snjallsímamarkaðinum. Rúmur helmingur allra snjallsíma notast við Android en það er framleitt af tæknirisanum Google. Samsung vinnur nú hörðum höndum við að framleiða símana. Talið er að verksmiðjur fyrirtækisins framleiði nú um 5 milljón eintök af Galaxy S III á mánuði. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Samsung Galaxy S III hér fyrir ofan.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira