Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði.
Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira.
Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura.
Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári.
Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni

Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent