Moody's lækkar lánshæfi banka á Spáni 18. maí 2012 08:14 Mynd/AP Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði síðdegis í gær lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka. Þetta er enn eitt áfallið sem dunið hefur á Spánverjum undanfarin misseri en efnahagskreppan í Evrópu hefur leikið þá sérstaklega grátt. Ákvörðun Moody's kemur í kjölfar þess að hlutabréfaverð í bankanum Bankia féll um fjórtán prósent á markaði í gær og hefur verðmæti bankans minnkað um helming á tæpum mánuði. Auk þess að lækka lánshæfiseinkunni bankanna setur Moody's neikvæðar horfur á tíu þeirra, sem þýðir að líklegt sé að þeir muni lækka enn frekar í nánustu framtíð. Í röksemdarfærslunni fyrir ákvörðun sinni segir Moody's að ástandið sé almennt slæmt á Spáni. Samdráttur sé enn til staðar, fasteignamarkaðurinn í kalda koli og atvinnuleysi hefur aldrei verið meira. Þá segja þeir ennfremur líkurnar hafi nú aukist á því að spænska ríkið megni ekki að styðja við bankana. Þessu til viðbótar lækkuðu Moody's einnig lánshæfiseinkunnir fjögurra héraða í landinu, Katalóníu, Murcia, Andalúsíu og Extremadura. Og eins og við mátti búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu við opnun markaða í morgun, ekki síst vegna tíðindanna frá Spáni. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Madríd lækkaði um tvö prósent og í London féllu bréf um eitt prósent. Enn meiri lækkun varð á mörkuðum í Asíu í nótt og féll Nikkei vísitalan í Japan um þrjú prósent sem er mesta lækkun frá því í ágúst á síðasta ári.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur