Diablo III loks lentur 15. maí 2012 22:00 Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III. Rúmlega 12 ár eru síðan Diablo II kom út en það þykir heil ævi í tölvuleikjaiðnaðinum. Vinsælir tölvuleikir eins og World of Warcraft, Call of Duty og EVE Online fá reglulega uppfærslur. Diablo III er hlutverkaleikur. Söguheimur hans nefnist Sanctuary en honum er ógnað af árum og skrímslum úr undirheimum. Það er hlutskipti spilara að sigrast á þessari ógn. Það er tölvuleikjafyrirtækið Blizzard sem framleiðir Diablo tölvuleikjaröðina. Fyrirtækið stóð fyrir mikilli hátíð í Irvine í Bandaríkjunum í gærkvöld þar sem tæplega 2 þúsund spilarar söfnuðust saman en flestir hröðuðu sér þó heim eftir að hafa fengið leikinn goðumlíka í hendurnar.Það var margt um manninn í Elko í gær.mynd/ElkoÍslenskir spilarar voru einnig spenntir fyrir Diablo III. Verslanirnar Gamestöðin og Elko stóðu fyrir kvöldopnun í verslunum sínum í gær. Guðni Freyr Sigurðsson, verslunarstjóri Elko í Lindunum, segir að mikil stemning hafi verið í versluninni í gær. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina — veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir íslenskum spilurum í gærkvöld. „Við ákváðum að opna aðeins fyrr," segir Guðni. „Flestir voru þó undirbúnir fyrir slagveðrið — ég sá meir að segja nokkra í selskins yfirhöfnum en það er í takt við andrúmsloft Diablo."mynd/ElkoElko bauð viðskiptavinum sínum upp á pítsu og gos á meðan þeir biðu. „Nokkrir afþökkuðu þó kræsingarnar og hröðuðu sér í röðina," segir Guðni. Alls seldust um 1.000 eintök af tölvuleiknum í beinni sölu og forpöntunum hjá Elko. Þá var einnig mikið að gera í verslunum fyrirtækisins í dag. Talið er að Blizzard muni selja fjögur milljón eintök af Diablo III á árinu en tölvuleikurinn er aðeins fáanlegur á PC tölvur og Mac tölvurnar frá Apple. Hægt er að sjá brot úr Diablo III hér fyrir ofan. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III. Rúmlega 12 ár eru síðan Diablo II kom út en það þykir heil ævi í tölvuleikjaiðnaðinum. Vinsælir tölvuleikir eins og World of Warcraft, Call of Duty og EVE Online fá reglulega uppfærslur. Diablo III er hlutverkaleikur. Söguheimur hans nefnist Sanctuary en honum er ógnað af árum og skrímslum úr undirheimum. Það er hlutskipti spilara að sigrast á þessari ógn. Það er tölvuleikjafyrirtækið Blizzard sem framleiðir Diablo tölvuleikjaröðina. Fyrirtækið stóð fyrir mikilli hátíð í Irvine í Bandaríkjunum í gærkvöld þar sem tæplega 2 þúsund spilarar söfnuðust saman en flestir hröðuðu sér þó heim eftir að hafa fengið leikinn goðumlíka í hendurnar.Það var margt um manninn í Elko í gær.mynd/ElkoÍslenskir spilarar voru einnig spenntir fyrir Diablo III. Verslanirnar Gamestöðin og Elko stóðu fyrir kvöldopnun í verslunum sínum í gær. Guðni Freyr Sigurðsson, verslunarstjóri Elko í Lindunum, segir að mikil stemning hafi verið í versluninni í gær. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina — veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir íslenskum spilurum í gærkvöld. „Við ákváðum að opna aðeins fyrr," segir Guðni. „Flestir voru þó undirbúnir fyrir slagveðrið — ég sá meir að segja nokkra í selskins yfirhöfnum en það er í takt við andrúmsloft Diablo."mynd/ElkoElko bauð viðskiptavinum sínum upp á pítsu og gos á meðan þeir biðu. „Nokkrir afþökkuðu þó kræsingarnar og hröðuðu sér í röðina," segir Guðni. Alls seldust um 1.000 eintök af tölvuleiknum í beinni sölu og forpöntunum hjá Elko. Þá var einnig mikið að gera í verslunum fyrirtækisins í dag. Talið er að Blizzard muni selja fjögur milljón eintök af Diablo III á árinu en tölvuleikurinn er aðeins fáanlegur á PC tölvur og Mac tölvurnar frá Apple. Hægt er að sjá brot úr Diablo III hér fyrir ofan.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira