Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fékk góðar fréttir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar miðverðirnir David Luiz og Gary Cahill fengu grænt ljóst og mega því fara að æfa á ný. Luiz og Cahill hafa ekki spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla.
Chelsea þarf nauðsynlega á þessum öflugu miðvörðum að halda í úrslitaleiknum á móti Bayern München þar sem að fyrirliðinn John Terry og Branislav Ivanovic verða þá báðir í leikbanni.
„Gary and David ætla að reyna að æfa með okkur í dag. Það er meiri óvissa í kringum Flo og hann er tæpur fyrir laugardaginn," sagði Roberto Di Matteo um Florent Malouda. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort að leikmennirnir haldist heilir fram að leik.
„Ef allt fer á versta veg þá þurfum við að taka leikmenn úr varaliðinu til að fylla varamannabekkinn. Ég hef verið að skoða ýmsa möguleika til að vera öruggur," sagði Di Matteo en miðjumennirnir Ramires og Raul Meireles eru einnig í leikbanni.
David Luiz og Cahill æfðu með Chelsea í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
