Oklahoma City Thunder sýndi styrk sinn gegn LA Lakers í nótt þegar liðin mættust
í fyrsta sinn í undanúrslitum Vesturdeildar NBA deildarinnar. Hið unga lið Oklahoma
sigraði með 29 stiga mun, 119-90 og mestur var munurinn 35 stig.
Oklahoma endaði í öðru sæti Vesturdeildar á eftir San Antonio Spurs í deildarkeppninni.
Russel Westbrook og Kevin Durant skoruðu 27 og 25 stig fyrir heimamenn en þeir komu ekkert við sögu í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Kobe Bryant og Andrew Bynum skoruðu 20 stig hvor fyrir Lakers en Metta World Peace skoraði 12 og Spánverjinn Pau Gasol 10.
Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit Vesturdeildarinnar gegn sigurliðinu
úr viðureign San Antonio og LA Clippers.
Philadelphia 76'ers jafnaði metin gegn Boston í Austurdeild NBA deildarinnar
þegar liðin áttust við öðru sinni í undanúrslitum. 76'ers sigraði með minnsta mun
82-81 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit Austurdeildar gegn Miami
eða Indiana.
Jrue Holiday náði sér vel á strik hjá 76'ers en hann skoraði 18 stig og nýtti skot sín
vel.
Þetta var fyrsti tapleikur Boston á heimavelli í úrslitakeppninni á þessu tímabili.
Ray Allen, sem var ekki í byrjunarliði Boston, var stigahæstur í liðinu með 18 stig.
Oklahoma rúllaði yfir LA Lakers | Boston tapaði á heimavelli

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


