Golf

Birgir Leifur hafnaði í 26.-32. sæti á Allianz-mótinu í Frakklandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 26.-32. sæti á opna Allianz-mótinu í Frakklandi í dag en mótið var hluti af áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék lokahringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari vallarins. Aðstæður voru ekki góða og blés heldur mikið á kylfinga í dag en meðal skor var töluvert hátt. Hæsta skorið var til að mynda 87 högg í dag sem segir margt um aðstæður.

Þetta er fyrsta mótið á mótaröðinni og ágætis árangur hjá Birgi. Hann setur stefnuna á að verða með þeim tekjuhæstu á mótaröðinni í lok tímabilsins til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×