Levin: Sýnir að það verður að herða regluverkið 11. maí 2012 09:49 Carl Levin. „Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð. Carl Levin leiddi starf rannsóknarnefndar bandaríska þingsins, eftir hrunið á fjármálamörkuðum haustið 2008, og hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að styrkja eftirlitið með fjármálamörkuðum og setja bönkum strangari skorður, í ljósi bakábyrgðar skattgreiðenda í gegnum seðlabanka, á bankastarfsemi. Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, sagði í tilkynningu í gær að viðskiptin hefðu verið illa framkvæmd, vanhugsuð og beinlínis heimskuleg. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal gætir megnrar óánægju meðal stórra hluthafa JP Morgan með viðskipti JP Morgan og er ráð fyrir því að þau verði rædd á næsta hluthafafundi bankans. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð. Carl Levin leiddi starf rannsóknarnefndar bandaríska þingsins, eftir hrunið á fjármálamörkuðum haustið 2008, og hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að styrkja eftirlitið með fjármálamörkuðum og setja bönkum strangari skorður, í ljósi bakábyrgðar skattgreiðenda í gegnum seðlabanka, á bankastarfsemi. Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, sagði í tilkynningu í gær að viðskiptin hefðu verið illa framkvæmd, vanhugsuð og beinlínis heimskuleg. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal gætir megnrar óánægju meðal stórra hluthafa JP Morgan með viðskipti JP Morgan og er ráð fyrir því að þau verði rædd á næsta hluthafafundi bankans.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent