Golf

Eimskipsmótaröðin: Ólafía sigraði og jafnaði| vallarmetið á Hólmsvelli

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sigraði á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi í kvennaflokki. Íslandsmeistarinn í höggleik virðist kunna vel við sig á Hólmsvelli í Leiru því hún jafnaði vallarmetið í dag með því að leika á 69 höggum eða 3 höggum undir pari.

Samtals var hún á 1 höggi yfir pari að loknum 36 holum en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili varð önnur, fjórum höggumá eftir Ólafíu. Þórdís Geirsdóttir og Anna Sólvegi Kristinsdóttir, báðar úr Keili, deildu þriðja sætinu á 12 höggum yfir pari vallar samtals.

Ólafía var með þriggja högga forskot á Guðrúnu Brá fyrir lokahringinn. Sá munur minnkaði ekkert í dag þar sem að Ólafía lék frábært golf og Guðrún Brá einnig. Ólafía var þremur höggum undir pari eftir 9 holur þar sem hún fékk fjóra fugla.

Á síðari 9 holunum fékk hún tvo fugla og hún jafnaði vallarmetið með því að fá fugl á 18. braut. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili deilir nú vallarmetinu með Ólafíu.

Aðstæður voru mjög á Hólmsvelli í Leiru í dag Sól og hiti um 12 stig, og SV-andvari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×