Golf

Ekki leikið að nýju á Hólmsvelli í dag | keppni hefst að nýju á morgun

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús GVA
Vegna veðurs hefur keppni verið hætt á fyrsta keppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi á Hólmsvelli í Leiru. Keppni var frestað um hádegi og á fundi mótsstjórnar sem hófst kl. 14 í dag var ákveðið að fella niður þessa umferð niður og hefja leik á ný á morgun. Skor keppenda sem hófu leik í dag var fellt niður. Á morgun, laugardag, verða leiknar 18 holur og keppni mun ljúka eins og til stóð á sunnudaginn þar sem leiknar verða 18 holur.

Keppnisfyrirkomulagið á Eimskipsmótaröðinni verður með þeim hætti í sumar að 54 holur verða leiknar á höggleiksmótunum. Þar með telja mótin til stiga á heimslista áhugakylfinga og er þetta í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á keppnishaldinu.

Þrátt fyrir að keppni hafi verið felld niður í dag vegna veðurs mun skor keppenda á þessu móti telja til stiga á heimslista áhugakylfinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×