Golf

Keppni frestað vegna veðurs á Hólmsvelli | mótsstjórn fundar kl. 14

Mynd/Daníel
Eimskipsmótaröðin í golfi hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru en gríðarlegt hvassviðri setti svip sinn á skor keppenda sem hófu leik í morgun. Veðrið hefur lítið skánað og mótsstjórn tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að fresta leik. Ákvörðun um framhaldið verður tekin að loknum fundi sem hefst kl. 14 í dag.

Skor keppenda sem hófu leik í morgun var mjög hátt og aðstæður voru mjög erfiðar.

Á Eimskipsmótaröðinni í sumar verða alltaf leiknar 54 holur í höggleiksmótunum. Ef keppni verður frestað í dag hefur mótsstjórnin enn möguleika að vera með þrjá keppnisdaga eins og til stóð þar sem að hægt verður að leika á mánudaginn - sem er frídagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×