Sindri Þór Jakobsson hafnaði í 44. sæti af 53 keppendum í undanrásunum í 100 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Ungverjalandi í morgun.
Sindri Þór synti á 55.37 sekúndum og var 3.05 sekúndum á eftir forystusauðinum Laszlo Cseh frá Ungverjalandi.
Sindri Þór, sem gerðist norskur ríkisborgari árið 2010, er uppalinn á Akranesi og á íslenska foreldra.
