Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna og Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði landsliðs kvenna í handknattleik, hafa stofnað saman Handknattleiksakademíu Íslands og munu standa fyrir námskeiðum fyrir stelpur og stráka á aldrinum 13-18 ára.
Ágúst segir í fréttatilkynningu að markmið akademíunnar sé að bæta tækni og leikskilning sérhvers einstaklings auk þess að kynna leikmönnum fyrir afreksmannaþjálfun og afreksmannaæfingaumhverfi.
„Við töldum mikla þörf á því að bjóða hér á landi fyrsta flokks afreksþjálfun í handknattleik, svipað því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Slíkar akademíur hafa skilað miklum árangri og skapað þjóðum ákveðið samkeppnisforskot í útbreiðslu, þátttöku og árangri í íþróttinni," sagði Ágúst.
Rakel Dögg segir í fréttatilkynningunni að þörfin hafi sannarlega verið fyrir hendi því uppselt sé á fyrstu námskeiðin. "Við viljum þakka fyrir frábær viðbrögð við Handknattleiksakademíu Íslands og Lenovo. Greinilega löngu orðið tímabært að bjóða upp á afreksskóla í handbolta og það er gaman að sjá hversu margir krakkar hafa brennandi áhuga og metnað," sagði Rakel í umræddri fréttatilkynningu.
Lenovo og Nýherji hafa hafið samstarf við Handknattleiksakademíu Íslands og námskeiðin verða undir merkjum Handknattleiksakademíu Íslands og Lenovo tölvuframleiðandans.
Ágúst og Rakel Dögg stofna saman Handknattleiksakademíu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

Fleiri fréttir
