Talið er að Írar muni samþykkja fjármálasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Markmið sáttmálans er að koma á stöðuleika á evrusvæðinu.
Öll aðildarríki ESB hafa samþykkt samninginn, fyrir utan Bretland og Tékkland.
Írland er eina landið innan ESB sem ákvað að láta reyna á sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Yfirvöld þar í landi segja að ef samningurinn verði felldur þá muni það verða erfiðara fyrir landið að fá aðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Talið er að um 60 prósent Íra séu fylgjandi samningnum. Margir óttast þó að fólk vilji refsa yfirvöldum með því að neita samningnum.
Hægt er að nálgast frétt The Guardian um málið hér.
Írar kjósa um fjármálasáttmála ESB
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent


Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent
