Golf

Íslenskur kylfingur varð mús að bana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ef glöggt er að gáð má merkja boltafarið á músinni.
Ef glöggt er að gáð má merkja boltafarið á músinni. Mynd / Kylfingur.is
Sjöunda holan á golfvellinum á Blönduósi er væntanlega með þeim eftirminnilegri sem kylfingurinn Guðmundur Ingvi Einarsson hefur spilað. Guðmundur fékk fugl á holunni auk þess að verða mús að bana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Kylfingur.is.

Annað högg Guðmundar á holunni sem er par fimm hola rataði á flötinni. Þegar Guðmundur kom að flötinni sá hann músina og mátti merkja boltafar á henni líkt og sést á meðfylgjandi mynd.

„Ég er 99% öruggur um að boltinn hafi lent á músinni. Það var annað holl rétt á undan okkur sem hefði sennilega fært músina ef hún hefði þarna fyrir á flötinni," sagði Guðmundur í samtali við Kylfing.is.

Guðmundur lét andlát músarinnar ekki slá sig útaf laginu. Hann var staðsettur aftast á flötinni en tókst að tvípútta fyrir fugli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×