Spænska ríkið fær sex prósent vexti Magnús Halldórsson skrifar 7. júní 2012 09:13 Spænska ríkið aflaði lánsfjár á mörkuðum í dag en á þriðjudaginn var frá því greint að lánamarkaðir væru lokaðir fyrir spænska ríkinu og fjármálafyrirtækjum með öllu. Vaxtakjörin sem buðust ríkinu voru ríflega sex prósent á 10 ára skuldabréf, sem þykir mjög hátt, en þó lægra en margir bjuggust við. Síðast þegar spænska ríkið fór í skuldabréfaútboð, í apríl sl., buðust ríkinu 5,73 prósent vextir. Eftirspurnin eftir bréfunum var ríflega þreföld miðað við framboð, að því er segir í frétt Bloomberg af skuldabréfaútboðinu. Stjórnvöld Evrópusambandsríkja eru mörg hver uggandi yfir stöðu mála en spænska hagkerfið er það fimmta stærsta í Evrópu. Lendi það í miklum hremmingum er talið óhjákvæmilegt að önnur ríki geri slíkt hið sama, í það minnsta að einhverju leyti. Sjá má frétt Bloomberg um málið hér. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Spænska ríkið aflaði lánsfjár á mörkuðum í dag en á þriðjudaginn var frá því greint að lánamarkaðir væru lokaðir fyrir spænska ríkinu og fjármálafyrirtækjum með öllu. Vaxtakjörin sem buðust ríkinu voru ríflega sex prósent á 10 ára skuldabréf, sem þykir mjög hátt, en þó lægra en margir bjuggust við. Síðast þegar spænska ríkið fór í skuldabréfaútboð, í apríl sl., buðust ríkinu 5,73 prósent vextir. Eftirspurnin eftir bréfunum var ríflega þreföld miðað við framboð, að því er segir í frétt Bloomberg af skuldabréfaútboðinu. Stjórnvöld Evrópusambandsríkja eru mörg hver uggandi yfir stöðu mála en spænska hagkerfið er það fimmta stærsta í Evrópu. Lendi það í miklum hremmingum er talið óhjákvæmilegt að önnur ríki geri slíkt hið sama, í það minnsta að einhverju leyti. Sjá má frétt Bloomberg um málið hér.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira