Miami Heat og Oklahoma City Thunder mætast í þriðja sinn í kvöld í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram í Oklahoma þar sem að liðið var með betra vinningshlutfall í vetur en Miami. Þrír næstu leikir fara fram í Miami og nái heimaliðið að vinna þá alla standa þeir uppi sem NBA meistari í annað sinn í sögu félagsins.
Oklahoma vann fyrsta leikinn 105-94 en Miami jafnaði metin með 100-94 sigri á útivelli. Að venju er talað um að þriðji leikurinn í sjö leikja seríu sé sá mikilvægasti. Það lið sem fer með sigur af hólmi í kvöld er aðeins tveimur sigurleikjum frá NBA meistaratitlinum. Oklahoma er í fyrsta sinn að leika í úrslitum NBA deildarinnar en liðið hefur nú þegar lagt Dallas, LA Lakers og San Antonio í úrslitakeppni Vesturdeildar.
Leikur Miami og Oklahoma verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst útsending á miðnætti.
Miami Heat og Oklahoma mætast í þriðja sinn í kvöld

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn



Fleiri fréttir
