Ekkert samkomulag hjá OPEC, olíuverðið lækkar áfram 15. júní 2012 06:42 Olíumálaráðherrar OPEC samtakanna náðu ekki samkomulagi um að draga úr olíuframleiðslu sinni á árlegum fundi samtakana í Vín sem lauk í gærdag. Því er reiknað með að olíuverðið haldi áfram að lækka. Þess í stað var skorað á Saudi araba að draga úr framleiðslu sinni niður í 30 milljónir tunna á dag til þess að reyna að halda olíuverðinu í um 100 dollurum á tunnuna. Án samkomulags um að draga úr framleiðslunni er það verð óraunhæft miðað við stöðu efnahagsmála á Vesturlöndunum. Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 98 dollurum þessa stundina. Verð hennar hefur lækkað um 30 dollara síðan það náði hámarki í mars í ár. Í ítarlegri umfjöllun um fund OPEC á Reuters kemur fram að samtökin skiptist í hauka og dúfur. Til haukana teljast m.a. Venesúela og Íran og þeir vilja halda olíuverðinu háu með takmörkunum á framleiðslunni. Saudi arabar eru hinsvegar í dúfnahópnum og þeir vilja halda olíuverðinu niðri þar sem ekki sé bætandi á bágborið efnahagsástand Vesturlandanna. Sérfræðingar segja að á meðan Saudi arabar hafi þessa afstöðu muni heimsmarkaðsverð á olíu halda áfram að lækka. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíumálaráðherrar OPEC samtakanna náðu ekki samkomulagi um að draga úr olíuframleiðslu sinni á árlegum fundi samtakana í Vín sem lauk í gærdag. Því er reiknað með að olíuverðið haldi áfram að lækka. Þess í stað var skorað á Saudi araba að draga úr framleiðslu sinni niður í 30 milljónir tunna á dag til þess að reyna að halda olíuverðinu í um 100 dollurum á tunnuna. Án samkomulags um að draga úr framleiðslunni er það verð óraunhæft miðað við stöðu efnahagsmála á Vesturlöndunum. Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 98 dollurum þessa stundina. Verð hennar hefur lækkað um 30 dollara síðan það náði hámarki í mars í ár. Í ítarlegri umfjöllun um fund OPEC á Reuters kemur fram að samtökin skiptist í hauka og dúfur. Til haukana teljast m.a. Venesúela og Íran og þeir vilja halda olíuverðinu háu með takmörkunum á framleiðslunni. Saudi arabar eru hinsvegar í dúfnahópnum og þeir vilja halda olíuverðinu niðri þar sem ekki sé bætandi á bágborið efnahagsástand Vesturlandanna. Sérfræðingar segja að á meðan Saudi arabar hafi þessa afstöðu muni heimsmarkaðsverð á olíu halda áfram að lækka.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira