Elín Metta: Ég var ekki fædd þegar Katrín byrjaði með landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 14:00 Elín Metta á æfingunni í gær. Mynd / Ernir Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira