Fyrsti leikur Oklahoma City og Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta fékk metáhorf hjá bandarísku ABC sjónvarpsstöðinni.
Aldrei áður hafa jafn margir fylgst með útsendingu stöðvarinnar frá fyrsta leik í lokaúrslitum en aukningin frá því í fyrra er meira en tíu prósent.
Gamla metið átti fyrsti leikur í rimmu LA Lakers og Detroit Pistons árið 2004. Sérstaklega var mikið horft á leikinn í fyrrinótt í Oklahoma-borg, þar sem borgarbúar eru afar áhugasamir um gengi sinna manna.
Oklahoma City vann leikinn en næsti leikur rimmunnar fer fram á heimavelli liðsins í nótt. Hann verður vitanlega sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan eitt eftir miðnætti.
Metáhorf á leik Oklahoma City og Miami
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn

Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti

