NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 09:00 Russell Westbrook og Kevin Durant fagna í nótt. Mynd/AP Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira