Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings fyrir Ólymíuleikana sem fara fram í London í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Argentínu, Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Túnis.
Guðmundur valdi 16 útileikmenn og 3 markmenn í æfingahópinn en hann þarf að skera hópinn sinn niður um fimm menn fyrir leikana því aðeins 14 leikmenn eru leyfðir í handboltakeppni Ólympíuleikanna.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Fuchse Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Bjarki Már Elísson, HK
Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn
Ingimundur Ingimundarson, Fram
Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar
Ólafur Gústafsson, FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur I. Stefánsson, AG Köbenhavn
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Andreas Jakobsson, Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce
Guðmundur valdi 19 manna undirbúningshóp fyrir ÓL
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
