New York Times reynir að ná til Kínverja Magnús Halldórsson skrifar 28. júní 2012 09:59 Kína er ört vaxandi hópur, þegar kemur að internetnotkun. New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Joseph Kahn, ritstjóri erlendra frétta hjá New York Times, segir þessi stefnubreyting eigi að koma til mesta vaxtarhóp notenda internetsins á heimsvísu, sem er í Kína. Þar eru nú 500 milljónir manna sem nota internetið reglulega í tölvum og símum, en heildaríbúafjöldi landsins er 1,4 milljarðar manna. Búist er við því að fjöldi internetnotenda í landinu muni vaxa mikið á næstu árum. Þrátt fyrir aukna internetnotkun reyna stjórnvöld í Kína hvað þau geta til þess að ritskoða nær alla fjölmiðlun og beita boðum og bönnum, til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti náð sér í upplýsingar óhindrað. Það verður hins vegar sífellt erfiðara að halda þessari ritskoðun við, sökum tækniframfara, ekki síst í farsímum. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu New York Times hér. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Joseph Kahn, ritstjóri erlendra frétta hjá New York Times, segir þessi stefnubreyting eigi að koma til mesta vaxtarhóp notenda internetsins á heimsvísu, sem er í Kína. Þar eru nú 500 milljónir manna sem nota internetið reglulega í tölvum og símum, en heildaríbúafjöldi landsins er 1,4 milljarðar manna. Búist er við því að fjöldi internetnotenda í landinu muni vaxa mikið á næstu árum. Þrátt fyrir aukna internetnotkun reyna stjórnvöld í Kína hvað þau geta til þess að ritskoða nær alla fjölmiðlun og beita boðum og bönnum, til þess að koma í veg fyrir að almenningur geti náð sér í upplýsingar óhindrað. Það verður hins vegar sífellt erfiðara að halda þessari ritskoðun við, sökum tækniframfara, ekki síst í farsímum. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu New York Times hér.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira