Brian Windhorst á ESPN hefur heimildir fyrir því að Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, hafi áhuga á því að spila með Miami Heat á næsta NBA-tímabili. Allen setur það víst ekki fyrir sig að þarna séu erkifjendurnir á ferðinni sem hafa slegið Boston Celtics út úr úrslitakeppninni undanfarin tvö ár.
Það verða væntanlega peningamálin sem á endanum ráða því hvort Ray Allen gerist leikmaður Miami Heat en óvíst er hvort að hann sættist á 3 milljón dollara árslaun sem er það mesta sem Miami getur boðið honum.
Önnur félög í NBA-deildinni geta væntanlega boðið honum betri samning en í Miami er líklega einn besti möguleikinn fyrir hann að vinna meistaratitil.
Ray Allen verður 37 ára gamall í júlí en hann hefur spilaði í NBA-deildinni frá árinu 1996. Allen kom til Boston Celtics árið 2007 og vann sinn fyrsta og eina titil með liðinu 2008.
Ray Allen hefur skorað 2718 þriggja stiga körfur í NBA-deildinni sem er það mesta í sögunni en hann sló þriggja stiga met Reggie Miller í febrúar 2011.
Ray Allen glímdi við meiðsli á þessu tímabili en var með 14,2 stig í leik í deildarkeppninni og 10,7 stig í leik í úrslitakeppninin. Hann hækkaði stigaskorið sitt upp í 11,9 í úrslitum Austurdeildarinnar á móti Miami.
Ray Allen hefur áhuga á því að spila með Miami Heat
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn