Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Magnús Halldórsson skrifar 24. júní 2012 10:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, höfðu frumkvæði að gerð áætlunarinnar. Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hittust á vinnufundi um helgina og samþykktu áætlunina, sem embættismenn landanna höfðu unnið að síðustu vikur. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Samkvæmt frétt BBC er einkum horft til þriggja þátta með áætluninni. Í fyrsta lagi verður fjármagn Fjárfestingabanka Evrópu aukið um 10 milljarða evra, sem síðan fara í að efla fjárfestingu með lánveitingum. Í öðru lagi að nýta til fulls fjármuni sem til reiðu eru í sjóðum Evrópusambandinsins sem bundnir eru við ákveðin svæði innan Evrópu, og í þriðja lagi að fjármagna verkefni sem liggja þvert á landamæri, svo sem samgöngumannvirki, sem styrkir samkeppnishæfni álfunnar í heild og skapar atvinnu. Þá er einnig horft til fleiri þátta, svo sem skatta á fjármagnshreyfingar, sem eiga að styrkja fjárhag evruríkjanna og gera þeim mögulegt að örva hagvöxt og snúa vörn í sókn þegar kemur að fjárfestingum. Áætlunin er hugsuð til lengri tíma, en mörg verkefna munu þó fara strax af stað. Sjá má frétt BBC um þessi mál hér. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, Francois Hollande, forseti Frakklands, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hittust á vinnufundi um helgina og samþykktu áætlunina, sem embættismenn landanna höfðu unnið að síðustu vikur. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. Samkvæmt frétt BBC er einkum horft til þriggja þátta með áætluninni. Í fyrsta lagi verður fjármagn Fjárfestingabanka Evrópu aukið um 10 milljarða evra, sem síðan fara í að efla fjárfestingu með lánveitingum. Í öðru lagi að nýta til fulls fjármuni sem til reiðu eru í sjóðum Evrópusambandinsins sem bundnir eru við ákveðin svæði innan Evrópu, og í þriðja lagi að fjármagna verkefni sem liggja þvert á landamæri, svo sem samgöngumannvirki, sem styrkir samkeppnishæfni álfunnar í heild og skapar atvinnu. Þá er einnig horft til fleiri þátta, svo sem skatta á fjármagnshreyfingar, sem eiga að styrkja fjárhag evruríkjanna og gera þeim mögulegt að örva hagvöxt og snúa vörn í sókn þegar kemur að fjárfestingum. Áætlunin er hugsuð til lengri tíma, en mörg verkefna munu þó fara strax af stað. Sjá má frétt BBC um þessi mál hér.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira