Golf

Íslandsmótið í holukeppni: Aðeins fjórir eftir í karlaflokki

Hlynur Geir er búinn að vera heitur í Kópavoginum.
Hlynur Geir er búinn að vera heitur í Kópavoginum.
Það er nú ljóst hvaða kylfingar í karlaflokki spila í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni en átta manna úrslitin fóru fram nú síðdegis.

Mesta spennan var í leik Haraldar Franklíns og Andra Þórs sem fór í bráðabana. Íslandsmeistarinn í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, lenti síðan í hörkuleik gegn Alfreð Brynjari Kristinssyni en hafði betur.

Hlynur Geir og Rúnar Arnórsson unnu síðan nokkuð sannfærandi sigra.

Úrslitin í átta manna úrslitum:

Hlynur Geir Hjartarson GOS vann Guðjón Henning Hilmarsson GKG 3/2.

Rúnar Arnórsson GK vann Tryggvi Pétursson GR 5/3

Haraldur Franklín Magnús GR vann Andri Þór Björnsson GR í bráðabana á 21. holu.

Birgir Leifur Hafþórsson GKG vann Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1/0.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×